Ástin blómstraði í Hollywood í sumar

Sumarið 2018 verður minnst sem sumarið þar sem ástin blómstraði í Hollywood en fræga fólkið hefur verið duglegt að kasta sér á skeljarnar og setja hring á puttann. Við skulum aðeins rifja upp hvaða stjörnur eru á leiðinni upp að altarinu í nánustu framtíð.

Ariana Grande and Pete Davidson

Eftir stutt en sjóðandi heitt samband þá trúlofuðu þessi tvö sig í sumar. Það verður forvitnilegt að sjá með hvaða sniði brúðkaupið verði.

Karlie Kloss og Joshua Kushner

Fyrirsætan trúlofaðist sínum heitelskaða til margra ára eftir rómantískt bónorð á ströndinni og þetta brúðkaup verður án ef stjörnum prýtt og hið glæsilegasta.

Priyanka Chopra og Nick Jonas

Parið sem hefur varla staðfest ást sína mun vera búið að setja upp hringana. Þau eru búin að vera í par í um 2 mánuði en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr. Ætli Meghan Markle, nýbökuð hertogaynja og besta vinkona Chopra verði brúðarmær?

Ellie Goulding og Caspar Jopling

Breska söngkonan tilkynnti um trúlofun sína og Jopling með heldur óhefðbundum hætti en þau setti inn formlega tilkynningu í London Times. Engir samfélagsmiðlar hér á bæ – bara gamla góða prentið. Líst vel á!

Hailey Baldwin og Justin Bieber

Síðast en ekki síst er það mögulega umtalaðasta trúlofun ársins en poppprinsinn Biber kastaði sér á skeljarnar á Bahama og sú heppna er æskuvinkona hans, fyrirsætan og áhrifavaldurinn Hailey Baldwin. Þetta brúðkaup verður eitthvað!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.