Bjart og heillandi einbýlishús í miðbænum

Á Suðurgötunni í miðbæ Reykjavíkur stendur þetta bjarta og fallega einbýlishús. Þarna er vandað til verka, en gólfin eru klædd marmara eða klassísku parketi. Stórir gluggarnir hleypa mikilli birtu inn í húsið, sem gerir það mjög heillandi.

Húsið er 158 fermetrar og er með þremur svefnherbergjum. Í góðu veðri er kjörið að sitja úti, en þar er fallegur garður og timburverönd.

Hægt er að sjá meira um húsið á Fasteignavef Fréttablaðsins hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.