Naomi Campbell og Ólafur Elíasson saman á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell átti góða innkomu á tískuvikuna í Kaupmannahöfn fyrr í dag þar sem hún kynnti verkefni sem hún verið að gera í samstarfi við Virgil Abloh, yfirhönnuð Louis Vuitton og Nick Knight fyrir Little Sun Project en stofnandi þess er listamaðurinn Ólafur Elíasson.

Campbell, Abloh og Knight gerðu öll sitthvort verkið sem hluta af Enlightment sýningu sem á að verkja athygli á góðgerðafélaginu Little Sun Project, sem er að búa til sólarorku fyrir alla. Stofandi þess er dansk/íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson

Verkin kynntu þau Campbell og Knight í Kaupmannahöfn í dag sem hluta af tískuvikunni í dönsku höfuðborginni. Hvert verk er innblásið af fegurð ljóssins. Campbell gerði til dæmis handmáluð teppi á meðan Knight gerði stuttmynd sem er til sýnis á sýningunni.

Það var gaman að fylgjast með ofurfyrirsætunni á Instagram þar sem hún kynnti sýninguna og tók meðal af sér sjálfsmynd með Ólafi. Hægt er að sjá brot af því hér.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.