Síðkjólar og buxnadragtir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn

Þessa vikuna er tískuvika í gangi í kóngsins Kaupmannahöfn og veðrið leikur við gesti, eins og það hefur reyndar gert í allt sumar í Danmörku. Klæðaburður gesta ber þess merki en mikið er um síðkjóla og strigaskó.

Ef eitthvað er að marka skandinavísku tískufyrirmyndirnar sem sækja tískuvikuna þá er sjóðandi heitt að blanda saman íþrótta- og götufatnaði við fínni flíkur. Silkikjólar við strigaskó, buxnadragtir með breiðum öxlum, hattar og áberandi fylgihlutir.

Mikið væri gaman að fá einn dag hér í Reykjavík þar sem hægt væri að vera berleggja án þess að vera með gæsahúð, ha? Fáum samt innblástur hér:

Glamour er á leiðinni á tískuvikuna í fyrramálið og við hvetjum sem flesta til að fylgjast með okkur á Instagram hér

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.