Villtist á kajak með dóttur sinni í Stokkhólmi

Bandaríska leikkonan Jennifer Garner deilir atviki úr sumarfríi sínum með börnunum á Instagram en hún ákvað að eyða fríinu í Svíþjóð að þessu sinni.

Garner ákvað að bjóða dóttur sinni Violet sem er 12 ára gömul á kajak í Stokkhólmi en lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að villast og endaði á að vera kominn inn á skipsvæði á kajaknum. Hún varð því að hringja eftir aðstoð og láta bjarga þeim mæðgum úr ógöngunum. Allt fór vel að lokum og gátu þær mægður hlegið að atvikinu eftir að í land var komið.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.