66°Norður frumsýnir samstarf með Ganni

Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður er heldur betur að gera garðinn frægan fyrirutan landssteinana en þau áttu góða innkomu á dönsku tískuvikuna í dag þar sem þau kynntu samstarf sitt við eitt vinsælasta fatamerki Danmerkur um þessar mundir, Ganni.

Um er að ræða fjórar flíkur sem fara í sölu vorið 2019 sem voru frumsýndar á tískusýningu Ganni í tilefni sumarlínu þeirra á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Sýningin var me miklu útivistar og safari ívafi þar sem fallegar og praktískar yfirhafnir stálu senunni ásamt geggjuðum gönguskóm og háum kúrekastígvélum.

Flíkurnar fjórar sem Ganni var í samstarfi við íslenska fataframleiðandann samanstanda af tveimur tæknilegum útivistarjökkum, regnjakka og vesti. Hönnunarteymi 66°Norður og Ganni unnu saman að línunni og var innblástur sóttur í vörulínu og sögu 66°Norður. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera úr tæknilegum efnum og framleiddar í verksmiðjum íslenska fataframleiðandans.

Virkilega spennandi samstarf og greinilegt að útivistarmerkið er að hitta beint í mark þessa dagana.

Hægt er sjá sýninguna betur á Instagram hjá Glamour – en við vorum að sjálfsögðu á staðnum. Sérðu hvaða flíkur 66°Norður var með puttana í úr línunni?

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.