Fyrsta samkynhneigða ofurhetjan

Leikkonan Ruby Rose, sem margir þekkja best úr sjónvarpsþáttaröðinni Orange is the New Black, leikur ofurhetjuna Batwoman í nýrri sjónvarpsseríu sem er væntanleg á skjáinn á næsta ári Þetta er í fyrsta sinn sem samkynhneigð ofurhetja ratar á skjáinn.

Gleðifregnir á sjálfum hinseginn dögunum en Rose hefur samþykkt að leika Batwomen í nýrri sjónvarpsþáttaröð um ofurhetjuna sem fer í tökur innan skamms og væntanlegt fyrir sjónir almennings einhverntímann á næsta ári.

Rose, sem er áströlsk leikkona sem hefur verið mjög opinská með kynhneigð sína í gegnum tíðina og brotist út úr hinum hefðbundnum kynhlutverkum. Hún skilgreinir sig sem kynsegin (e.gender fluid) og árið 2014 gerði hún stuttmynd um það ferli sem nefnist Break Free, hægt er að sjá hana neðst í fréttinni.

Ruby Rose var gestur Jimmy Fallon á dögunum þar sem hún varð hálfklökk þegar hún talaði um þetta nýja hlutverk sem Batwomen.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.