Með rúmar tvær milljónir á tímann

Kylie Jenner er einn yngsti milljarðamæringur í heiminum en snyrtivörumerki hennar, Kylie Cosmetics, er gríðarlega vinsælt út um allan heim. Svo mikið að Jenner er aðeins tvo klukkutíma að þéna sama pening og hinn meðal Bandaríkjamaður á einu ári.

Já, þú last rétt. Kylie Jenner halar inn tæpum fimm milljónum íslenskum krónum á tveimur tímum en hinn meðal Bandraríkjamaður er með svipaða upphæð í árslaun. Þessi velgengni hinnar 21 árs Jenner skilaði henni forsíðunni á Forbes tímaritinu fyrr í sumar.

Jenner selur um 1500 varalitakitt, sem er hennar vinsælasta vara, á tveggja tíma fresti á hverjum degi og til þess að sundurliða þetta enn frekar þá er Jenner með rúmar tvær milljónir íslenskra króna á tímann – það er ágætt.

Spurning um að henda sér í snyrtivörubransann?

BIRTHDAY COLLECTION live now on KylieCosmetics.com ?

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.