Meghan Markle er andlit UN Women fyrir jafnrétti kynjanna

Hertogaynjan af Sussex Meghan Markle er sífellt að fara út fyrir hinn konunglega ramma en nú síðast þá birtist hún í auglýsingu fyrir UN Women í Bretlandi.

Markle er andlit herferðarinnar undir yfirskriftinni „Við sjáum framtíðar leiðtoga allsstaðar. Það er komin tími til að fleiri konur sjái það í sjálfri sér. Tilnefndu konu í þínu lífi“

Það ekki algengt að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar taki að sér svona verkefni en starx í febrúar, áður en hún gekk að eiga Harry Bretaprins birti Markle yfirlýsingu frá sér á heimsíðu konungshallarinnar þar sem hún lofaði að berjast fyrir jafnrétti kynjanna á heimsvísu. Og hún er svo sannarlega byrjuð.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem hún beitir sér fyrir jafnrétti kynjanna en Markle hélt ræðu á ráðstefnu árið 2015, áður en hún kynntist Harry, þar sem hún sagði frá því þegar hún aðeins 11 ára gömul fékk heildsölurisann Proctor&Gamble til að breyta auglýsingarherferð. Hægt er að hlusta á ræðuna hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.