Gagnrýnir #metoo og konur í The Times

Hver man ekki eftir leikkonunni og barnastjörnunni Lindsay Lohan? Hún er nú ekki mikið að leika þessa dagana en er samt að fara mikinn í fjölmiðlum. Í nýlegu viðtali við breska dagblaðið The Times er Lohan gagnrýnin á #metoo byltinguna og segir margar konur einungis vera athyglissjúkar.

„ Ef það gerist þá áttu að tala um það á mómentinu sem það gerist. Þú ferð á lögreglustöðina og gefur skýrslu. Ég mun hata sjálfan mig fyrir að segja þetta en mér finnst konur sem eru að opna sig um þessa hluti koma út sem viðkvæmar, sem er synd því þetta eru sterkar konur. Þessar konur eru að gera þetta fyrir athyglina og það tekur fókusinn frá því sem raunverulega gerðist,“ segir Lohan í viðtalinu sem hefur, augljóslega, fengið mikla athygli.

Og hún hættir ekki þar heldur bætir hún við að hún hafi aldrei upplifað neitt svona á sínum leiklistarferli. „En ég styð konur, ekki misskilja mig,“ endar hún svo viðtalið á til að klóra í bakkann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lohan er gagnrýnin á #metoo byltinguna en hún setti inn stuðningsyfirlýsingu við Harvey Weinstein á sínum tíma, í Instagram færslu sem núna er búið að taka út. Lohan er búsett á Mykonos í Grikklandi þar sem hún rekur Lohan Bech House og virðist ekkert vera á leiðinni á hvíta tjaldið aftur – en aldrei segja aldrei.

#???????????? ???????????? see you soon! Now I am home in #dubai

A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.