Persónulegar myndir af Amy Winehouse

Amy Winehouse lést langt fyrir aldur fram, aðeins 27 ára gömul, af áfengiseitrun. Mikið hefur verið skrifað og margt efni búið til um Amy, heimildarmyndir og annað. En nú hefur ljósmyndarinn Blake Wood gefið út bók með Taschen, sem sýnir persónulegar myndir af Amy sem enginn hefur séð áður.

Blake hitti Amy árið 2008, rétt eftir að Amy gaf út plötuna Back to Black. Þá var hann aðeins 22 ára gamall, og var þá mikið í að mynda vini sína sem þá voru í tísku, tónlist og listum. Amy var 24 ára gömul á þessum tíma. Blake eyddi tveimur árum í að mynda Amy við ýmislegt, og eyddi miklum tíma með henni. Nú, tíu árum seinna, hefur hann gefið út bók með þessum myndum, en bókin ber nafnið Amy Winehouse.

Myndir/Blake Wood.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.