Tími til að draga fram stígvélin

Það styttist í haustið, sem er að mati Glamour, eitt skemmtilegasta tímabil tískunnar. Allar þessar fallegu haust- og vetrarflíkur koma í verslanir sem henta okkur Íslendingum mun betur en hvíti sumarkjóllinn. Hægt og hægt getur þú dregið fram þínar haustlegu flíkur og fylgihluti og þá sérstaklega stígvélin.

Ökklastígvélin geturðu að sjálfsögðu notað allt árið, en hér fyrir neðan geturðu fengið hugmyndir um hvernig þú getur notað þín haustlegu ökklastígvél á „sumarlegan“ hátt. Við kjóla og pils, hér eru skemmtilegar samsetningar frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.