Zombie strákurinn allur

Kanadíski listamaðurinn, leikarinn og fyrirsætan Rick Genest er látinn.

Genest er betur þekktur sem Zombie Boy og var frægur fyrir húðflúrin sín en hann var þakinn flúri um allan líkama og andlit. Hann var með yfir 300 flúr af beinum og skordýrum á líkama sínum. Hann komst í sviðsljósið þegar hann lék í myndbandi Lady Gaga, Born This Way.

Genest var aðeins 32 ára gamall þegar hann lést á hóteli í Montreal 1 ágúst síðastliðinn. Ástæða er ókunn en hann hafði fallið fram af svölum. Lady Gaga sett inn færslu á samfélagsmiðla þar sem hún gaf í skyn að um sjálfvíg væri að ræða en tók það síðan tilbaka að ósk aðstandanda Genest.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.