Það hefur gripið um sig flip flop æði

Hún þarf ekki að vera flókin, þessi tíska. Nú sér maður meira af því að einfaldir og praktískir hlutir eiga upp á pallaborðið hjá smekkfólkinu þar sem þægindi ráða yfirleitt för. Flip flop sandalarnir góðu voru heldur betur sjóðandi heitir á tískuvikunum í Skandinavíu sem núna standa yfir.

Þessi einfaldi, og ódýri, skóbúnaður er eitthvað sem flestir hafa átt eða hafa tök á að eignast. Hentar kannski ekki íslenskri veðráttu en í fríið – ekki spurning. Og að para saman við síðkjólinn eða dragtina.

Fáum innblástur fyrir flip flop æðið sem hefur gripið um sig í tískuheiminum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.