Litagleðin ræður ríkjum í Osló

Tískuvikan stendur yfir í Osló þessa dagana og virðist veðrið vera gott í norsku höfuðborginni. Gestir tískuvikunnar eru glaðlega klæddir og eru ekki hræddir við litagleðina og er mörgum litum blandað saman. Hér fyrir neðan eru skemmtilegar myndir frá tískuvikunni.

Skærbleikur samfestingur, algjört æði.
Ljósgrænn blúndukjóll við svarta fylgihluti.
Blár blómakjóll, gönguskór og rykfrakki. Dress sem verður áberandi næsta sumar líka, því gönguskórnir eru að koma sterkir inn.
Þessi lífgar upp á dressið með bleikum buxum og í köflóttum jakka.

 

Það er aldrei of mikið af mynstri!
Þessar vinkonur eru allar fallega klæddar í skemmtilega liti.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.