Nýtt stjörnupar?

Eftir mikið af sögusögnum síðustu mánuði virðast fyrirsætan Cara Delevingne vera komin með nýja kærustu upp á arminn en sú heppna er leikkonan Ashley Benson.

Stöllurnar sáust kyssast á Heathrow á dögunum og virtust ekki vera neitt að fela samband sitt á fjölförnum flugvellinum. Áður hafði sést til þeirra saman á tónleikum Lauryn Hill í New York.

Benson er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Pretty Little Liars og Delevingne þekkja flestir sem hafa fylgst með tískuheiminum síðustu ár þar sem hún hefur verið ein af vinsælustu fyrirsætunum sem og lagði fyrir sig leiklist á síðasta ári.

A post shared by Ashley Benson (@ashleybenson) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.