Verslunarhandbók Glamour og Smáralindar er komin út

Annað vefblað Glamour á árinu er komið út en að þessu sinni er um verslunarhandbók Glamour að ræða sem unnin var í samstarfi við Smáralind. 

Við getum flest verið sammála um það að ný árstíð boðar nýja tíma – og löngunin til að flikka upp á fataskápinn og heimilið eykst. Þess vegna kemur verslunarhandbók Glamour til bjargar!

Í blaðinu er fjallað um tískufyrirmyndir og stjörnur götunnar sem hafa verið senuþjófar á tískuvikununum undanfarin ár. Hvernig er best að stela stílnum af þeim? Einnig sviptum við hulunni af niðurstöðum í könnuninni okkar, Hver er tískufyrirmynd Íslands? og viðtal við þann sem þið lesendur völduð – hver sé sá íslenski einstaklingur sem veitir ykkur innblástur í fatavali?

Tæplega 2000 manns tóku þátt í könnunni sem fór fram dagana 18.júlí – 1.ágúst.

Ritstjórn blaðsins tekur saman allt það helsta sem þarf að vita fyrir haustið þegar kemur að fötum, förðun, lífsstíl, heimili og hönnun.

Aftast í blaðinu má svo finna veglega verslunarhandbók þar sem sjá má brot af því besta sem verslanir Smáralindar hafa upp á að bjóða þessa stundina og auðveldar þér verslunarleiðangurinn.

Þessi handbók Glamour er aðgengilegt frítt á netinu fyrir alla og hægt er að lesa það hér neðst í fréttinni en einnig hvetjum við sem flesta til að nálgast útprentað eintak frítt í Smáralind. 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.