Ungir sem aldnir fögnuðu í bleiku

Skoða myndasafn 12 myndir

Það var heldur betur góðmennt og fjölmennt á veitingastaðnum Jamie´s Italian í gærkvöldi þegar barnatískumerkið iglo+indi og UN Women á Íslandi fögnuðu samstarfi sínu með glæsilegri veislu.

Um var að ræða peysur með áletruninni EPWR í pastelbleikum lit en allur ágóði af sölunni rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess.

Það var greinilegt að gestir voru hrifnir af flíkinni en það er alltaf gott að bæta í fataskápinn með góðri samvisku. Bleikur var því vinsælasti liturinn eins og sjá má á þessum myndum frá boðinu sem ljósmyndarinn Ernir Eyjólfsson tók.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.