Mundir þú kaupa þér eftirlíkingu af merkjavöru? Nú þegar netverslun og útlandaferðir eru orðnar algengari þá hefur borið meira á því að fólk kaupir sér eftirlíkingar af merkjavöru í stað hönnunarvörunnar, hvort sem um ræðir flíkur, fylgihluti eða húsgögn. Glamour langaði að spyrja lesendur sína út í málið í þessari nafnlausu könnun hér.

Hefur þú einhverntímann keypt eftirlíkingu af hönnunarvöru? Myndir þú gera það?

Í könnunni veltir Glamour fyrir sér merkjavöru og eftirlíkingum en mikið framboð er af hvoru tveggja þessa dagana hvort sem um ræðir tískuvörur eða húsgögn.

Þegar við tölum um merkjavöru erum við að vísa í stóru tískuhúsin í dag á borð við Gucci, Louis Vuitton, Prada, Dior eða fræga húsgagnahönnuði eins og Arne Jacobsen, Fritz Hansen og fleiri.

Við hvetjum sem flesta til að taka þátt hér.

Könnunin er nafnlaus og niðurstöðurnar verða kynntar í næsta tölublaði Glamour.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.