Ef við getum bakað – getur þú bakað!

Það er gaman að brjóta upp rútínuna með skemmtilegum bakstri. Þetta þarf ekki að vera flókið, það eina sem þarf eru sjö holl og góð hráefni, stór skál, ofnplata og ofn. Í samstarfi við Valor súkkulaði vildi Glamour sýna hversu auðvelt það er að galdra fram dýrindis kökur á augabragði, og í hollari kantinum.

Þessa dagana er í gangi uppskriftasamkeppni á vegum Valor og ef þú átt einhverja gómsæta uppskrift í pokahorninu er um gera að taka þátt og senda þína uppskrift á valor@noi.is eða á Facebooksíðu Valor hér.

Hér er hægt að sjá uppskriftir frá Valor sem hægt er að nýta sem innblástur fyrir leikinn.

Vegleg verðlaun eru í boði en einn heppinn fær Canon EOS M100 myndavél að andvirði 74.990 kr. 

Hollara millimál með Valor

Búðu þér til hollara millimál með kókosolíu, hnetusmjöri, hnetum, þurrkuðum berjum, kókosflögum og Valor – Ísland súkkulaði ?Nýttu þessa uppskrift sem innblástur fyrir uppskriftaleikinn okkar ??‍?Deildu með okkur girnilegri uppskrift sem inniheldur Valor súkkulaði og þú gætir unnið glæsilega Canon myndavél til að mynda bakstur framtíðarinnar! ?Sendu okkur þína uppskrift fyrir 10. september með tölvupósti á valor@noi.is og ekki væri verra að fá skemmtilegar myndir með* ?15 bestu uppskriftirnar verða síðan valdar og birtar í sérstökum uppskriftabæklingi Valor! ?*Nói Síríus áskilur sér rétt til að birta allar innsendar uppskriftir, á prenti eða vef, án sérstaks leyfis.

Posted by Valor – Ísland on Tuesday, August 21, 2018

Kynntu þér uppskriftakeppni Valor

Hværnig væri að fá sér heitt Valor súkkulaði í haustlægðinni ☕️?Nú þegar þú hefur fengið smá innblástur þá hvetjum við þig til að deila með okkur girnilegri uppskrift sem inniheldur Valor súkkulaði og þú gætir unnið glæsilega Canon myndavél til að mynda bakstur framtíðarinnar! ?Sendu okkur þína uppskrift fyrir 10. september annað hvort hér á Facebook eða með tölvupósti á valor@noi.is og ekki væri verra að fá skemmtilegar myndir með.* 15 bestu uppskriftirnar verða síðan valdar og birtar í sérstökum uppskriftabæklingi Valor!*Nói Síríus áskilur sér rétt til að birta allar innsendar uppskriftir, á prenti eða vef, án sérstaks leyfis.

Posted by Valor – Ísland on Thursday, August 30, 2018

Glamour var með uppskrift að hollum hafrakökum í nýjasta vefblaðinu okkar sem hægt er að lesa hér fyrir neðan.

Hollar hafrakökur að hætti Glamour

  • 3 bollar hafrar
  • 1 stappaður banani
  • 2 msk hnetusmjör
  • 2 msk kókosmjöl
  • 1 tsk kanill
  • 2 egg

Og nóg af Valor súkkulaði

Öllum hráefnum er blandað saman í skál. Ofninn er stilltur á 200 gráður. Kökurnar eru bakaðar í ofni 15/20 mínútur

Voila!

 

 

 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.