Glæsilegur Skelfiskmarkaður opnar

Skoða myndasafn 6 myndir

Það var margt um manninn þegar veitingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn opnaði dyrnar sínar í gærkvöldi og nutu matar og drykkjar í fallegu umhverfi.

Staðurinn, sem er meðal annars í eigu Hrefnu Sætran, er staðsettur á Klapparstíg 28-30 og búið er að gera húsnæðið fallega upp. Flestir ættu að þekkja gamla skemmtistaðinn Sirkus, en húsnæðið sem hýsti þann stað er partur af þessu nýja húsnæði Skelfiskmarkaðarins.

Hönnun staðarins var í höndunum á HAF Studio og má með sanni segja að staðurinn gleðji bæði augað og bragðlaukana.

Hægt er að sjá fleiri myndir í albúminu hér fyrir ofan.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.