Ítalskt brúðkaup Friðriks Dórs og Lísu á morgun

Söngvarinn Friðrik Dór og unnusta hans Lísa Hafliðadóttir ganga í það heilaga á Ítalíu á morgun að viðstöddum helstu vinum og ættingjum. Parið sagði í viðtali við Brúðablað Glamour fyrr í vor að athöfnin og veislan verði að íslenskum sið en í ítölsku umhverfi.

„Það er eitthvað svo rómantískt við Ítalíu,“ sagði Lísa í viðtali við Glamour en hún gengur að eiga söngvarann Friðrik Dór við hátíðlega athöfn á morgun. Gestalistinn telur á tæplega 100 manns, nánustu vinir og ættingjar, sem öll eru nú mætt í sólina í Toskana héraði. Í dag er svokallaður æfingahádegisverður eða “rehearsal lunch” í Flórens fyrir alla gesti.

Hægt er að lesa um brúðkaupsundirbúning og ráðleggingar þeirra Lísu og Friðriks hér í Brúðarblaði Glamour neðst í fréttinni.

Ítalía tekur glæsilega á móti okkur ? #friðlísing

A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.