Ryan Gosling í prjónavesti í Feneyjum

Ef einhvern getur litið vel út í prjónavesti þá er það Ryan Gosling sem setti ítalska síðsumarhitann ekki fyrir sig þegar hann mætti til leiks á kvikmyndahátíðina í Feneyjum klæddur í blátt prjónavesti yfir stuttermabol.

Gosling er staddur í Feneyjum til að frumsýna mynd sína First Man sem hann leikur í ásamt Claire Foy. Prjónavestið fékk ekki að fylgja með á dregilinn sjálfan þar sem Gosling skartraði jakkafötum frá Gucci – hvítum jakka og svörtum buxum. Á blaðamannafundinum fyrir sýningu myndarinnar var það hinsvegar rústrauð jakkaföt og munstruð skyrta fyrir valinu. Ansi smart.

Neðst í fréttinni má finna stiklu myndarinnar sem fjallar um Neil Armstrong sem var fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið, lofar góðu.

Á blaðamannafundinum.
Á rauða dreglinum í Gucci.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.