Bleikur og rauður vinsæll í Feneyjum

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur nú sem hæst og stjörnurnar flykkjast til ítölsku borgarinnar þar sem rauða dreglinum hefur svo sannarlega verið rúllað út. Þar er það einn litur sem er vinsælli en annar í fatavali gesta í ár.

Og ótrúlegt en satt er það bleikur sem flestar konur hafa valið  þetta árið, en þó að kjólarnir eiga litinn sameiginlegan þá eru þeir mjög fjölbreyttir. Jafnvel í blandað saman við rauðun lit sem einu sinni þótti ekki við hæfi samkvæmt mjög svo úreltum tískureglum.

Skoðum bleikan dregilinn frá Feneyjum.

Naomi Watts í kjól frá Prada.
Emma Stone í kjól frá Louis Vuitton.
Claire Foy í kjól frá Valentino.
Naomi Watts sem er í dómnefnd hátíðarinnar í ár í bleikum kjól frá Armani Privé.
Leikkonan Olivia Hamilton í bleikum kjól frá J. Mendel.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.