Brúðarkjóll Meghan Markle til sýnis í höllinni

Breska konungshöllin hefur staðfest að brúðarkjóll Meghan Markle frá því að hún gekk að eiga Harry Bretaprins í vor verður til sýnis í Windsor Castle á sýningu sem opnar í október.

Kjóllinn sem Claire Waigth Keller hjá Givenchy hannaði fyrir hertogaynjuna verður til sýnis á The Royal Collection Trust sýningunni sem opnar fyrir almenning í október í Windsor kastalanum ásamt skónum, skartgripunum og kórónunni sem Meghan Markle var í þann dag.

Brúðarkjóllinn í öllu sínu veldi.

Seinni kjóllinn frá Stellu McCartney sem Meghan klæddist í seinni veislu brúðkaupsdagsins verður hinsvegar ekki til sýnis en það er vegna þessa að Meghan vill að hanna sé hluti af hennar eigin persónulega fataskáp. McCartney hefur hins vegar hgefið út að hún ætli að gera svipaða kjóla sem part afhennar fatalínu svo einhverjir heppnir geta mögulega nælt sér í svipaðan kjól og þennan.

Þessi kjóll fer ekki til sýnis á sýningunni í höllinni.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.