Senuþjófur í fjaðurkjól frá Valentino

Tónlistarkonan Lady Gaga þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í myndinni A Star is Born og var mætt á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum til að frumsýna myndina ásamt samleikara sínum Bradley Cooper. Það er samt óhætt að fullyrða að Lady Gaga stal senunni.

Lady Gaga mætti á rauða dregilinn í bleikum fjaðurkjól frá Valentino sem smellpassaði á rauða dregilinn í Feneyjum og hæfði tilefninu vel. Cooper féll eiginlega í skuggann á meðleikara sínum en hann leyfði henni að eiga sviðið.

Hvernig er annað hægt í þessum kjól?

Myndin sjálf fékk svo góða dóma hjá áhorfendum og hægt er að sjá stikluna hér neðst í fréttinni.

Lady Gaga og Bradley Cooper.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.