Faðir Serenu í aðahlutverki í nýrri Nike auglýsingu

Tennisdrottningin Serena Williams er ein merkasta íþróttakona í heiminum í dag, því er engum blöðum um að fletta og íþróttavörumerkið Nike gerði skemmtilega auglýsingu með henni á dögunum.

Auglýsingin er byggð á heimamyndböndum frá Serenu þar sem hún sést æfa sínum fyrsta þjálfara á ferlinum, föður sínum Richard, þar sem hann er að tala undir og fara yfir leikatriði með henni.

Serena vann einmitt systur sína Venus Williams á opna bandaríska meistaramótinu um helgina.

„Þetta er draumur þangað til að þú virkilega gerir það.“

Við mönum þig til að horfa á þessa auglýsingu til enda án þess að fá tár í augun.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.