Beckhamfjölskyldan á forsíðu Vogue

Nýjasta forsíða breska Vogue er Beckham fjölskyldan eins og hún leggur sig. Victoria, David, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper Beckham. Og myndirnar eru frábærar.

Það var Edward Enniful ritstjóri blaðsins sem tók viðtal við fjölskylduna sem sýnir á sér persónulega hlið á fallegum myndum eftir ljósmyndarann Mikael Jansson. Blaðið er að fagna tíu árum af stíl og elegans Victoriu Beckham og bregður hún því á leik fyrir Vogue þar sem hún mátar öll frægustu dress sín í gegnum árin, já líka frá Spice Girls árunum og brúðarkjólinn fræga, í skemmtilegu myndbandi á Instagram.

Hér má sjá forsíðuna og brot af myndunum inn í blaðinu en blaðið er októberblað breska Vogue.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.