Sló í gegn í svartri dragt

Meghan Markle hefur mikið að gera þessa dagana í góðgerðarstarfi sínu og Harry, en í gær heimsóttu þau leikrit til styrktar langveikum börnum. Svarta dragtin sem Meghan klæddist hefur slegið í gegn, en hún var kvenlegri en dragtirnar sem hún hefur klæðst áður.

Dragtin er frá Altuzarra, og eru buxurnar síðar og útvíðar. Einnig klæddist hún skóm frá Altuzarra, en toppurinn sem Meghan klæddist undir jakkann er frá sænska merkinu Deitas. Við efumst ekki um að það merki verði vinsælla eftir að Meghan vakti athygli á því.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.