Geislaði í Gucci

Leikkonan Natalie Portman tók rauða dregilinn í Feneyjum með trompi í gær þegar hún mætti í hönnun Alessandro Michele fyrir Gucci og bókstaflega geislaði.

Portman hefur hingað til verið mikill aðdáandi Dior og meðal annars verið andlit Miss Dior ilmsins en að þessu sinni ákvað hún að fara nýjar leiðir með því að velja að klæðast fallegum Gucci gullkjól – þakinn gullituðum pallíettum og með axlapúðum.

Stórglæsileg Portman sem var mætt til Feneyja til að kynna mynd sína Vox Lux en stikluna má finna hér fyrir neðan.

Natalie Portman

Natalie Portman
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.