Gigi Hadid og Tom Ford opnuðu tískuvikuna í New York

Nú er gósentíð að hefjast fyrir tískuspekúlantar og áhugafólk því stærstu tískuvikurnar eru að hefjast þar sem við fáum að vita allt um strauma og stefnur stærstu tískuhúsanna fyrir næsta vor og sumar. Tom Ford reið á vaðið á tískuvikunni í New York í gær þar sem fyrirsætan Gigi Hadid opnaði sýninguna.

Tískuvikan í New York hófst í gær og markar upphaf af tískuvikutímabili næsta mánuðinn eða svo þar sem London tekur við,svo Mílanó og loks París. Spennandi tímar framundan.

Tom Ford var með fatnað fyrir bæði konur og karla á sýningunni þar sem fyrirsæturnar voru í leðurflíkum í ólíkum litasamsetningum, kvenleg snið og höfuðklútar.

Meira hér:

Joan Smalls gengur tískupallinn fyrir Ford.
Hvítir tónar.

Svört buxnadragt
Brúnir tónar

Kaia Gerber á tískupallinum.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.