Paris Hilton í furðulegu dressi á fremsta bekk

Hótelerfinginn Paris Hilton er mætt aftur í sviðsljósið og það með stæl en hún sat á fremsta bekk á tískuvikunni í New York í gærkvöldi, og það í ansi furðulegu dressi.

Það má með sanni segja að dressið umrædda var einhversskonar afturhvarf til ársins 2000 þegar Hilton var einmitt upp á sitt besta og hrókur alls fagnaðar. Dressið sem hún klæddist er hún var gestur á sýningu Jeremy Scott í New York var einmitt frá honum.

Svartar skálmar og gegnsær magabolur, sólgleraugu og grifflur – hvað segið þið? Heitt eða kalt?

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.