Endurgerðu hina konunglegu trúlofunarmynd

Allir sem hafa verið að lesa fréttir undanfarna mánuði vita að leikkonan Priyanka Chopra og hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle eru góðar vinkonur. Og sú fyrrnefnda er nú trúlofuð Nick Jonas og tóku þau skemmtilega mynd saman um helgina. Hvaðan innblásturinn kemur er greinilegt.

Þau Priyanka Chopra og Nick Jonas hafa verið tíðir gestir á sýngum á tískuvikunni í New York þar sem þau hafa opinberað samband sitt og trúlofun að fullu. Til dæmis á afmælisviðburði hönnuðarins Ralph Lauren þar sem þau sátu fyrir í myndatöku hjá ljósmyndaranum Alexi Lubomirski og hún þykir minna óneitanlega á trúlofunarmynd Meghan Markle og Harry Bretaprins – eða hvað segið þið?

Hér er myndin af Meghan Markle og Harry Bretaprins.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.