Sannkölluð partýtaska Gigi Hadid

Það er nóg að gera hjá fyrirsætunni Gigi Hadid um þessar mundir enda tískuvikutímabilið rétt að hefjast fyrir hana. Það því gott að sjá að hún er vel búin undir það með þessari frábæru tösku sem margir væru til í að eiga.

Um er að ræða tösku frá Brandon Maxwell, beint af tískupallinum, sem er glær kassi með vínflösku (líklega rósavín) í. Þetta er sannkölluð partýtaska!

Hadid var einnig í kjól frá merkinu úr sumarlínunni en við spáum að taskan verði heitasti fylgihlutur næsta sumars.

Bella Hadid og Gigi Hadid.
Beint af tískupallinum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.