Segir Sex and the City hefði ekki getað verið sýnt í dag

Leikkonan Sarah Jessica Parker er þessa dagana stödd á Deauville kvikmyndahátíðinni í  Frakklandi þar sem hún talaði við Hollywood Reporter um sjónvarpsþættina vinsælu Sex and the City. Í stuttu máli segir hún að þeir hefðu ekki getað farið í sýningu í dag.

„Það væri ekki hægt að gera þessa þætti í dag vegna þess að vantar alla fjölbreytni á skjáinn. Ég persónulega held að það myndi bara vera skrýtið,“ segir Parker og er þá að vísa í að alla konurnar í aðalhlutverkum þáttanna voru hvítar.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í heimi sjónvarpsþátta í dag og mikið lagt upp úr að sýna fólk af mismunandi uppruna, kynhneigð og þar frameftir götunum. Margar greinar hafa verið skrifaðar um einmitt þetta málefni þegar kemur að Sex and the City sem á sínum tíma brutu ákveðið blað þegar þeir voru fyrst frumsýndir árið 1998.

Núna segir Sarah Jessica Parker þeir einfaldlega vera heyrnalausa eða  e. “tone deaf”. Hún vill meina að áhorfandi í dag gerir meiri kröfur þegar kemur að sjónvarpsefni og að það væri ómögulegt að endurgera þættina án þess að skipta út aðalleikurunum með það í huga að hafa meiri fjölbreytni.

Þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon, Kim Cattrall og Kristin Davis árið 1999 þegar þættirnir voru búnir að slá í gegn.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.