Lady Gaga á forsíðu Vogue

Tónlistarkonan og nú leikkonan Lady Gaga prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði bandaríska Vogue. Hún er ansi ólík sjálfri sér á forsíðunni, með litla förðun og er að tala um hlutverk sitt í myndinni A Star is Born.

Lady Gaga hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni en þar sýnir hún á sér nýja hlið. Eins og hún gerir á forsíðunni þar sem hún er með mjög litla förðun og frekar náttúruleg en í svörtum kjól og pósar. Það var ljósmyndadúettinn Inez Van Lamsweerde og Vinoodh Matadin sem tóku myndirnar og eru þær satt best að segja gullfallegar.

Sjá betur hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.