Staðfesti sambandið með kommenti á samfélagsmiðli

Það hafa verið uppi vangaveltur þess efnis að leikkonurnar Cara Delevingne og Ashley Benson séu í sambandi en hvorug hefur viljað staðfesta þær sögusagnir. Þangað til núna.

Síða á Instagram sem sérhæfir sig í að skoða komment fræga fólksins á samfélagsmiðlium spottaði komment frá Benson undir myndum af Delevingne sem eiginlega má líta á sem staðfestingu á að þær tvær séu par.

Það er ekki erfitt að lesa á milli línanna þarna. Annars voru þær staddar saman á kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni en leikkonurnar kynntust á tökustað fyrir myndina Her Smell sem þær leika báðar í.

Amber Heard, Cara Delevingne, Ashley Benson, Elisabeth Moss og Alex Ross Perry.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.