H&M opnar verslun og húsbúnaðardeild á Hafnartorgi

Þann 12. október næstkomandi opnar H&M þriðju verslun sína hér á landi og verður hún staðsett í glænýjum verslunarkjarna á Hafnartorgi, við gömlu höfnina í hjarta borgarinnar. Sömuleiðis mun sænski verslanarisinn opna sína fyrstu húsbúnaðardeild á Íslandi, H&M Home.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem opnaði sína fyrstu verslun hér á landi í fyrra við góðar undirtektir. Verlsunin verður 2400 fermetrar og á tveimur hæðum.

„Við erum ótrúlega spennt yfir því að vera að opna verslun á glæsilegu nýju svæði í hjarta borgarinnar og kynna í leiðinni H&M Home fyrir Íslendingum. Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home í flóruna. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal,” segir Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi

Hér má sjá hvers er að vænta frá H&M Home í haustlínunni – spennandi!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.