Svaraði lélegu kommenti á Instagram

Leikkonan Julia Roberts er kannski nýbyrjuð á Instagram en hún er samt búin að ná ansi góðum tökum á samfélagsmiðlinum vinsæla. Meira að segja er hún farin að svara lélegum kommentum um sig …

Það var einhvern sem birti mynd af henni og Joan Crawford hlið við hlið þar sem þær voru í nánast eins kjólum. Kommentakerfið fór á flug þar sem einn sagði Crawford líta betur út vegna þess að Roberts væri með svo ljótt svart naglalakk. Roberts var ekki lengi að stinga ofaní viðkomandi að í raun væri hún með dökkblátt naglalakk með glimmeráferð. Svo að viðkomandi hefði rangt fyrir sér, hún væri með ljótt dökkblátt glimmer naglalakk.

Þetta var að sjálfsögðu skjalfest af Instagramreikningi sem fylgist vel með kommentum fræga fólksins.

Vel gert Julia Roberts!

Julia Roberts og naglalakkið fræga.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.