Útskriftarhattar á sýningu Calvin Klein

Sýning Raf Simons fyrir Calvin Klein hefur undanfarin ár verið ein umtalaðasta sýningin í New York, og er ávallt stjörnum prýdd. Raf hefur fengið mikið lof fyrir sýningu sína fyrir sumarið 2019, en það voru tvær kvikmyndir sem höfðu áhrif á línuna, Jaws og The Graduation. 

Það er greinilegt að Raf ætlar að koma útskriftarhöttunum í tísku, en fyrirsætur gengu með þannig hatt niður tískupallinn. Ætli þetta trend gildi ekki líka yfir stúdentshúfurnar okkar?

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.