Víðir jakkar og samfestingar í New York

Tískuvikan í New York stendur yfir og frá gestum að dæma er komið haust í borginni. Stórir dragtarjakkar í yfirstærð hafa verið áberandi við gallabuxur eða yfir kjóla. Leður virðist líka vera vinsælt, ásamt samfestingum. Ef það er ein flík sem þú ættir að fjárfesta í fyrir veturinn þá er það dragtarjakki úr fallegri ull. Hér eru hugmyndir að dressum fyrir haustið.

Glamour/Getty. Köflóttur jakki við gallabuxur og ökklastígvél, flott á haustin.
Skyrta og buxur í stíl er fullkomið fyrir þessa daga sem við vitum ekkert í hverju við eigum að vera.
Víður jakki við víðar buxur kemur vel út hér og gerir mikið að fara í háhælaða skó við.
Kaia Gerber, í leðurjakka við stutt pils.
Pernille Teisbæk í svörtum og hvítum leðurkjól.
Víð kápa og risastórt belti.
Köflóttur jakki yfir blómakjól, mjög flott.
Hvítir samfestingar hafa verið áberandi á fólkinu á tískuvikunum, bæði í Kaupmannahöfn, Osló og svo New York.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.