Frá tískusýningunni og á fæðingardeildina

Fyrirsætan Slick Woods gekk tískupall hjá Fenty Puma á dögunum, en stórstjarnan Rihanna er hönnuður þess. Það vakti þó mikla athygli að Slick var komin níu mánuði á leið, og fór samkvæmt heimildum, beint upp á fæðingadeild eftir sýninguna.

Slick gekk tískupallinn í einungis í nærfötum og fékk mikla athygli. Rihanna er talin velja mjög fjölbreyttar fyrirsætur í sýningar sínar og hefur fengið jákvæð ummæli vegna þessa. Vonum að fyrirsætunni heilsist vel, ef þessar sögusagnir reynast sannar.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.