Blóm í aðalhlutverki hjá Marc Jacobs

Það er alltaf hægt að treysta á að Marc Jacobs fari ekki eftir trendum og reglum þegar kemur að tísku og er sýning hans ein sú eftirsóttasta á tískuvikunni í New York. Síðasta sýning hans fyrir tískuhúsið lagði áherslu á risastórar axlir og herðapúða, en nú voru það slaufurnar og blómin sem voru hvað mest áberandi.

Efnismiklu blómin notaði hann aðallega á hálsmálinu, sem hálsmen eða belti. Marc lauk tískuvikunni allavega með gleði, miklum litum og öðru en við höfum séð í þessari viku. Hvort þetta seljist vel er svo önnur spurning.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.