Kendall Jenner klæðist vinsælustu skóm haustsins

Kendall Jenner er stödd í Mílanó þar sem hún gengur tískupallana fyrir helstu merkin eftir langa pásu. Á milli sýninga er væntanlega nóg að gera hjá henni og er hún elt á röndum af ljósmyndurum. Í gær steig hún út í einum vinsælustu skóm haustsins, en það eru lituðu kúrekastígvélin.

Stígvélin hennar voru blá og klæddist hún þeim við gallapils, hvítan hlýrabol og röndóttum jakka. Kúrekastígvél eru orðin mjög áberandi fyrir haustið, svo ef þú ætlar að fjárfesta í einum skóm, hafðu það lituð kúrekastígvél.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.