Fögnuðu nýjum bol í Hafnarfirði

Það var vel heppnað boð hjá AndreA í Hafnarfirði í gærkvöldi, þar sem nýrri flík var fagnað. Bolirnir Konur eru konum bestar komu út í annað skiptið og nú í annarri útgáfu en áður. Þær Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Aldís Pálsdóttir standa á bakvið málefnið. Allur ágóði af verkefninu rennur til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar, en sjóðurinn hefur gefið fjölda kvenna ný tækifæri með styrk til náms.

Það voru margir mættir í Hafnarfjörð í gær til að fagna bolnum og málefninu. Myndirnar tók Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.