Nefndu dótturina eftir afa sínum

Leikkonan Kate Hudson eignaðist sitt þriðja barn, stúlku, fyrir tveimur dögum. Stúlkuna á hún með Danny Fujikawa, en þetta er þeirra fyrsta barn saman. Áður á Kate tvo stráka, hinn sjö ára Bingham Hawn Bellamny og fjórtán ára Ryder Robinson.

Kate tilkynnti um fæðingu dótturinnar og nafnið á Instagram. Þar kemur fram að stúlkan mun fá nafnið Roni, eftir afa sínum. „Við ákváðum að gefa dóttur okkar nafnið Rani (borið fram eins og Ronnie), eftir afa sínum, Ron Fujikawa. Ron var mjög sérstakur maður og við söknum hans mikið. Það er mikill heiður að vera nefndur eftir honum,“ skrifaði Kate.

View this post on Instagram

She’s here ?

A post shared by Kate Hudson (@katehudson) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.