Það er lífsstíll að hugsa vel um húðina

Við hjá HÚÐIN skin clinic leggjum áherslu á að auka vellíðan með því að bæta en ekki breyta útliti fólks. Eins og við byggjum upp vöðva með því að mæta í ræktina þá er hægt að byggja upp húðina og auka heilbrigði hennar með ýmsum hætti.

Vinsælar meðferðir sem gefa húðinni aukinn ljóma og fallegri áferð en vinna einnig á fínum línum, þurri húð, óhreinni húð og bólum eru demantshúðslípun (e. microdermabrasion) og ávaxtasýrumeðferð (e. chemical peel). Aðrar árangursríkar meðferðir sem vinna á slappri húð og andlitslínum eru laserlyfting og Restylane fylliefni. Laserlyfting er þægileg meðferð  sem eykur kollagen og elastín í húð og hægt er að fara beint í vinnu að meðferð lokinni. Restylane notum við til að fylla upp í fínar og djúpar línur. Þetta eru meðferðir sem gera húðina unglegri án þess að breyta útliti.

ÖSKUBUSKUMEÐFERÐIN
Öskubuskumeðferðin, sem við köllum Cinderella, er ný meðferð hér á landi en vinsæl víða annarsstaðar. Sólin sendir frá sér nær-innrauða geisla en ólíkt útfjólubláum geislum hafa þessir geislar góð áhrif á húðina. Í Cinderella notum við háan styrk af þessum geislum til að þétta húðina. Meðferðin eykur m.a. kollagen og örvar endurnýjun fruma þannig að húðin verður unglegri, mýkri og frísklegri. Meðferðin tekur aðeins um 30 mín og er hægt að koma í eitt skipti eða í nokkur með reglulega millibili til að hámarka árangur.  Þetta er frábær og þægileg meðferð ef þig langar að fríska þig upp eða að líta vel út fyrir stórt tilefni.

LASERHÁREYÐING
Laserháreyðing er einnig afar vinsæl og í þeirri meðferð eru notaðir geislar af björtu ljósi sem fara niður í hársekkina og eyða þeim þannig að hárin hætta að vaxa. Flestir sjá mun eftir fyrsta skipti þannig að hárin fínlegri, þeim fækkar og inngróin hár hætta að myndast. Þetta er sársaukalaus meðferð þó smá óþægindi geti komið fram á viðkvæmum svæðum.

Það er því margt hægt að gera til að skarta fallegu hörundi – bæði til að hægja á öldrun húðarinnar og sem forvörn. Með bættu líferni og framförum í læknisfræði erum við farin að lifa hraustara lífi þannig að maður getur upplifað sig yngri en manneskjan í speglinum. Manni líður betur í eigin skinni þegar húðin er heilbrigð, mjúk, glóandi og endurspeglar okkar innri mann og því eru margir farnir að líta á það að hugsa vel um húðina sem lífsstíl.

Tekið er við tímapöntunum í síma 783 2233, með því að senda tölvupóst á timi@hudin.is eða skilaboð á Facebook síðunni HÚÐIN. HÚÐIN skin clinic er til húsa í Hátúni 6b, 105 Reykjavík og nánari upplýsingar eru að finna á www.hudin.is

 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.