Dóttir Kate Moss fær sitt fyrsta alvöru verkefni

Dóttir ofurfyrirsætunnar Kate Moss, Lila Moss, hefur fengið sitt fyrsta alvöru verkefni, aðeins sextán ára að aldri. Lila er andlit nýrrar förðunarlínu fyrir Marc Jacobs, sem lítur dagsins ljós á næstunni.

Móðir hennar, Kate, hefur unnið mikið með Marc Jacobs og eru góð sambönd þar á milli, en pabbi Lilu er Jefferson Hack. „Fegurð Lilu, góðvild og þolinmæði gerði þetta verkefni mun sérstakara en ég hafði ímyndað mér. Takk Lila, fyrir að vera hluti af þessu sérstaka verkefni og takk Kate og Jeff fyrir að vinna með ykkar fallegu dóttur,“ stóð í tilkynningu frá Marc Jacobs.

Við munum væntanlega sjá mikið af Lilu í framtíðinni.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.