Sló met Whitney Houston

Söngkonan Taylor Swift sló met sem Whitney Houston átti áður á amerísku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi, en hefur í heildina unnið 22 verðlaun á þessum verðlaunum síðustu ár.

Glamour/Getty. Taylor Swift á rauða dreglinum.

Taylor Swift vann verðlaun sem listamaður ársins, eftirlætis kvenlistamaðurinn fyrir popp- og rokktónlist, plötu ársins sem er platan Reputation og tónleikaferðalag ársins. Taylor Swift hélt nokkrar ræður þegar hún tók við verðlaununum, og þakkaði vinum sínum og aðdáendum. Síðast en ekki síst hvatti hún fólk til að mæta og kjósa þann 6. nóvember næstkomandi. Sjá ræðu hennar hér fyrir neðan.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.