Hlutirnir sem þú vissir ekki um A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born er talin verða ein af vinsælustu myndum ársins, en aðalhlutverkin leika Bradley Cooper (sem leikstýrir einnig myndinni) og Lady Gaga. Kvikmyndin er endurgerð, en fyrsta myndin kom út árið 1937, önnur árið 1954 og svo þriðja árið 1976.

Glamour/Skjáskot/Warner Bros. Entertainment INC 2018

Bradley Cooper sá Lady Gaga syngja lagið „La Vie en Rose“ á góðgerðarsamkomu í Los Angeles. Daginn eftir fór hann heim til hennar þar sem þau sungu saman, og hann bauð henni hlutverkið.

Lady Gaga var alveg óförðuð nánast alla myndina. Bradley vildi hafa myndina sem raunverulegasta og vildi ekki hafa neinn glamúr tengt karakternum Ally, sem Lady Gaga leikur. Gaga segir það hafa hjálpað sér að túlka óöryggið sem Ally hefur um sjálfa sig.

Glamour/Skjáskot/Warner Bros. Entertainment INC 2018

Bradley hafði engan bakgrunn í tónlist áður, en fyrir myndina lærði hann bæði á gítar og píanó. Bradley fylgdi tónlistarmanninum Eddie Vedder til að kynnast daglegu lífi rokkstjörnu og lærði að beita röddinni þegar hann söng.

Tónleikasenurnar í myndinni voru hvað erfiðastar að taka upp. Í stað þess að ráða þúsundir aukaleikara, hafði Bradley samband við Kris Kristofferson (sem lék í sömu mynd árið 1976), sem leyfði honum að syngja og spila á sviði fyrir framan 80 þúsund manns á Glastonbury hátíðinni. Öll tónleikaatriði myndarinnar eru því tekinn upp fyrir framan alvöru áhorfendur, en ekki aukaleikara.

Til að viðhalda útlitinu sem Bradley nær fram í myndinni, þennan rokkstjörnukúreka, þá fór hann í „spray-tan“ aðra hvora viku á meðan tökum stóð. Einnig skellti hann á sig brúnkukremi á hverjum morgni, til að ná fram lifuðu útliti. Bradley þurfti svo stundum dökkgrænan og brúnan augnskugga í kringum augun til að láta hann líta sem verst út, í nokkrum atriðum myndarinnar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.